Um okkur
M-Þrif byrjaði á Mözdu, fötu og moppu í skottinu.
Það sem byrjaði sem einföld þjónusta fyrir nokkur heimili hefur vaxið í traust og faglegt fyrirtæki sem sinnir fjölbreyttum verkefnum um allt höfuðborgarsvæðið.
Við trúum á gæði, áreiðanleika og góða upplifun.
Við viljum að það sé ánægjulegt að koma inn í hreint og vel unnið rými.
Frá fyrstu heimsókn og til stærri verkefna höfum við haldið í sömu hugsjón: að vinna af virðingu og skilja alltaf eftir hreinan, faglegan svip.